Samherjamálið kalli á betra eftirlit

„Þetta sýnir gaumgæfilega að við höfum alls ekki sinnt þessum …
„Þetta sýnir gaumgæfilega að við höfum alls ekki sinnt þessum málaflokki nægilega vel,“ segir Þorsteinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ómögulegt að segja hvort og þá með hvaða hætti lög kunna að hafa verið brotin en málið er af slíkum alvarleika að það hlýtur að kalla á gaumgæfilega athugun á því,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um meintar mútugreiðslur til Samherja sem voru afhjúpaðar í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær. 

Í þættinum var fullyrt að mútu­greiðslurn­ar hafi endað í vösum ráðamanna í Namib­íu í skipt­um fyr­ir kvóta og al­menna vel­vild. Spurður hvort málið kalli á hert eftirlit með alþjóðlegri starfsemi íslenskra fyrirtækja segir Þorsteinn:

Ég held að það sé auðvitað alltaf svo að við þurfum að fylgjast vandlega með alþjóðlegri starfsemi íslenskra fyrirtækja. Við þurfum þó auðvitað að fara varlega þar sem það er ekkert sem bendir til þess að eitthverg svipað umfang sé hjá öðrum fyrirtækjum hér á landi.“

Meintar mútugreiðslur sjálfstætt rannsóknarefni

Þorsteinn segir mikilvægt að Íslendingar séu ekki of fljótir til að dæma íslensk fyrirtæki sem stundi alþjóðleg viðskipti út frá ásökunum á hendur Samherja. 

„En þetta sýnir gaumgæfilega að við höfum alls ekki sinnt þessum málaflokki nægilega vel. Við þurfum að gera bragarbót þar á og þetta hlýtur auðvitað að kalla á það. Mútur eru ólögmætar samkvæmt hegningarlögum og ef slíkar greiðslur eru að berast héðan þá hlýtur það að vera sjálfstætt rannsóknarefni, hvort íslensk lög hafi verið brotin þar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert