„Samherji með hnefann á lofti“

„Samherji með hnefann á lofti í kjölfar ásakana um mútur“ …
„Samherji með hnefann á lofti í kjölfar ásakana um mútur“ segir í fyrirsögn sjávarútvegsmiðilsins IntraFish. Skjáskot/IntraFish

Um fátt annað hefur verið fjallað í innlendum fjölmiðlum það sem af er degi en umsvif Samherja í Namibíu eftir umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Erlendir miðlar, ekki síst norskir, sýna umfjölluninni athygli, þar sem  Sam­herji m.a. sagður hafa greitt hundruð millj­ón­a í mút­ur til ein­stak­linga tengd­um sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu til að tryggja aðgang að veiðikvóta þar í landi. 

Norskir miðlar fjalla sérstaklega um tengsl norska bankans DNB en samkvæmt umfjöllun Kveiks fóru bankaviðskipti Samherja í gegnum ríkisbankann DNB og norsku bankareikningarnir eru sagðir lífæðin í starfseminni, það er mútugreiðslunum. 

„Fiskirisinn notaði DNB til að millifæra fé í gegnum skattaparadís“ segir í fyrirsögn NRK og Fiskeribladet tekur í sama streng og bendir sömuleiðis á tengsl Samherja við norskan sjávarútveg, en Samherji á 40% hlut í norsku togaraútgerðinni Nergård. Dagens Næringsliv birtir einnig frétt með sams konar fyrirsögn. 

„Fiskirisinn notaði DNB til að millifæra fé í gegnum skattaparadís“ …
„Fiskirisinn notaði DNB til að millifæra fé í gegnum skattaparadís“ segir í fyrirsögn NRK og Fiskeribladet í Noregi. Skjáskot/Fiskeribladet

Reuters hefur sömuleiðis fjallað um tengsl DNB við viðskipti Samherja og greinir frá því að bankinn hafi millifærslurnar til rannsóknar. 

Alþjóðlegi og viðurkenndi sjávarútvegsmiðillinn IntraFish hefur einnig veitt umfjölluninni athygli. „Samherji með hnefann á lofti í kjölfar ásakana um mútur“ segir í fyrirsögn á IntraFish.com.

mbl.is