Samið um dýpkun út janúarmánuð

Dísa verður tiltæk í Vestmannaeyjum fram á næsta ár.
Dísa verður tiltæk í Vestmannaeyjum fram á næsta ár. mbl.is/sisi

Vegagerðin og Björgun hf. hafa gert með sér samkomulag um dýpkun í Landeyjahöfn frá því haustdýpkun lýkur 15. nóvember og út janúar næstkomandi.

Skrifað var undir samninginn í gær, 12. nóvember. Dýpkað verður flesta daga meðan fært er, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Dýpkað hefur verið samkvæmt samningi vor og haust og er þetta veruleg viðbót við þá dýpkun. „Með þessu vill Vegagerðin leitast við að halda höfninni opinni fram yfir áramót sé þess nokkur kostur,“ segir í fréttinni.

Dýpkunarskipið Dísa ásamt áhöfn mun liggja við í Vestmannaeyjahöfn og nýta þau tækifæri er gefast til dýpkunar í samræmi við efni samningsins. Dísa hefur að mestu annast dýpkun við Landeyjahöfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert