Vonar að menn virði vinnustöðvun

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var vinnufundur í gær og hann var ágætur,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Samninganefnd Blaðamannafélagsins og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara á morgun.

„Það er alltaf jákvætt á meðan fólk talar saman en hvað það dregur. Ég er því miður ekkert sérstaklega bjartsýnn,“ segir Hjálmar.

Kjara­samn­ing­ar Blaðamanna­fé­lags Íslands við fjöl­miðlafyr­ir­tæk­in fjög­ur sem standa inn­an Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Árvak­ur, Sýn, Rík­is­út­varpið og Torg, runnu út 1. janú­ar og var kjaraviðræðum vísað til rík­is­sátta­semj­ara í lok maí­mánaðar.

Fé­lags­menn samþykktu vinnu­stöðvun með at­kvæðagreiðslu í lok októ­ber og fór sú fyrsta fram föstu­dag­inn 8. nóv­em­ber. Þá hafa vinnu­stöðvan­ir verið boðaðar föstu­dag­ana 15. og 22. nóv­em­ber og loks fimmtu­dag­inn 28. nóv­em­ber, að því gefnu að ekki tak­ist að semja.

Blaðamannafélagið hyggst stefna meintum verkfallsbrotum frá fyrstu vinnustöðvuninni til Félagsdóms en Hjálmar segir að enginn úrskurður sé væntanlegur þaðan fyrir næstu vinnustöðvun, sem verður að öllu óbreyttu eftir tvo daga.

„Þetta næst ekki, því miður. Við stefnum málinu fyrir Félagsdóm og viljum fá niðurstöðu. Að okkar mati eru þetta algjörlega skýr brot, því miður.“

Hjálmar segir að vinnustöðvuninni á föstudag verði haldið til streitu, þrátt fyrir að hann hafi áhyggjur af meintum brotum. 

„Þetta er löglega boðuð vinnustöðvun og við höldum okkar striki. Þetta eru átta tímar á föstudaginn og vonandi virða menn það,“ segir Hjálmar og heldur áfram:

„Ég geng út frá því að menn fari að lögum.“

Ekki náðist í Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, við vinnslu fréttarinnar. 

Tekið skal fram að blaðamaður og flest­ir aðrir blaðamenn á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðsins eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert