850 ábendingar um nýtt leiðakerfi Strætó

Ragnheiður segir eina sérstaka ábendingu standa upp úr í fjölda …
Ragnheiður segir eina sérstaka ábendingu standa upp úr í fjölda innsendinga, en það er vegna vöntunar á tengingu á milli Ártúnsholts við Árbæ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Strætó bárust á níunda hundrað ábendinga og hugmynda vegna mótunar nýs leiðakerfis, en frestur almennings til athugasemda rann út í gær.

Að sögn Ragnheiðar Einarsdóttur, samgöngusérfræðings hjá Strætó, voru viðbrögð góð og bárust um 850 ábendingar í gegnum sérstakan vef Strætó vegna nýja leiðakerfisins, sem og á opnum húsum sem haldin voru til kynningar á kerfinu.

„Við erum að vinna að því á fullu að flokka þetta. Svo verður þetta birt í skýrslu sem verður lögð fyrir stjórn Strætó 13. desember og fjallað verður um þá málaflokka sem verða skoðaðir áfram,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is.

Flestar ábendingar úr Árbænum

Ragnheiður segir eina sérstaka ábendingu standa upp úr í fjölda innsendinga, en það er vegna vöntunar á tengingu á milli Ártúnsholts við Árbæ og Árbæjarskóla. Þá bárust flestar athugasemdir úr póstnúmerið 110, Árbæ og Norðlingaholti.

„Við erum strax farin að vinna í að skoða hvernig við getum bætt þessar tengingar,“ segir Ragnheiður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert