Árangurslaus fundur í kjaradeilu BÍ og SA

Kjarafundi SA og BÍ lauk á áttunda tímanum í kvöld, …
Kjarafundi SA og BÍ lauk á áttunda tímanum í kvöld, án árangurs. mbl.is/Golli

Ekki náðust samningar í kjaradeildu Blaðamannafélags Íslands (BÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) í dag. Þetta staðfestir Hjálmar Jónsson formaður BÍ í samtali við mbl.is.

Kjaraviðræður BÍ og SA hófust um hálftvöleytið í dag og lauk þeim nú á áttunda tímanum í kvöld.

„Þetta var því miður árangurslaus fundur,“ segir Hjálmar. „Við vildum setjast yfir þetta áfram í kvöld og í nótt og reyna til þrautar ef á þyrfti að halda, en það var ekki áhugi á því hjá okkar viðsemjendum okkar sem er óskiljanlegt í ljósi þeirra alvarlegu stöðu sem er uppi og verkfallsaðgerðanna á morgun.“

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.

„Þeir lögðu fram tilboð og við lögðum fram gagntilboð, en þeir höfðu ekki áhuga á að ræða það.“

Þetta er lengsti fundur sem haldinn hefur verið í kjaraviðræðum BÍ og SA til þessa. Spurður hvort eitthvað hafi þokast í samningsátt segir Hjálmar hlutina vissulega skýrast þegar menn ræði saman. „Bæði hvað er sameiginlegt og hvað skilur á milli. Við höfum hins vegar því miður ekkert færst nær samningi.“

Á morgun föstudag hefst önnur lota vinnustöðvunar BÍ og mun hún standa í átta klukkustundir, frá kl. 10-18.

Tekið skal fram að flest­ir blaðamenn á rit­stjórn mbl.is og Morg­un­blaðsins eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert