Björgólfur í leyfi frá Íslandsstofu

Björgólfur Jóhannsson, hefur látið tímabundið af störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu …
Björgólfur Jóhannsson, hefur látið tímabundið af störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu samhliða því að hann gegnir starfi forstjóra Samherja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgólfur Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni tímabundið láta af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu.

Greint var frá því í  morgun að Björgólfur hafi tímabundið tekið við sem forstjóri Samherja á meðan að Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum dótturfélags Samherja í Namibíu sem greint var frá í fréttaskýringaþættinum Kveik í vikunni.

Frá þessu er greint á vef Íslandsstofu, en Hildur Árnadóttir varaformaður stjórnar Íslandsstofu hefur tekið við hlutverki formanns Íslandsstofu. Þá tekur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins sem er varamaður í stjórn Íslandsstofu, sæti í stjórninni í fjarveru Björgólfs.

Greint var frá því fyrr í dag Björgólfur hafi einnig tilkynnt fé­lag­inu Festi um af­sögn sína úr stjórn Fest­ar vegna tíma­bund­inn­ar ráðning­ar sinn­ar til Sam­herja. Festi er móður­fé­lag N1, Krón­unn­ar, Elko og fleiri fé­laga og er skráð í Kaup­höll­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert