Opnað á umferð um Hverfisgötu

Búið er að opna á umferð um Hverfisgötu eftir framkvæmdir …
Búið er að opna á umferð um Hverfisgötu eftir framkvæmdir undanfarinna mánaða. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Opnað hefur verið á umferð um Hverfisgötuna á ný. Þetta staðfestir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar í samtali við mbl.is.

Til stóð að opna fyrir umferð á ný á morgun, en það gerðist degi fyrr en til stóð. Einhver lokafrágangur kann þó enn að vera eftir, en hann mun að sögn Jóns Halldórs ekki hindra umferð.

Framkvæmdir hafa staðið yfir við Hverfisgötu frá því í maí og hafa rekstaraðilar og íbúar við götuna ítrekað látið í ljós óánægju með tafir á framkvæmdum. Sagði Benóný Ægis­son, formaður íbúa­sam­taka miðborg­ar Reykja­vík­ur, fyrr í þessum mánuði í samtali við Morgunblaðið fólk vera orðið langþreytt á tíðum fram­kvæmd­um og því mikla raski sem þeim fylgi.

Þá sendi umboðsmaður borg­ar­búa Reykjavíkurborg al­menn til­mæli vegna fram­kvæmda í miðborg­inni og á öðrum viðkvæm­um rekstr­ar­svæðum, vegna er­inda frá rekst­araðilum í grennd við fram­kvæmd­astaði í miðborg­inni, sem áttu það sam­merkt að lýsa nei­kvæðum upp­lif­un­um af fram­kvæmd­un­um, sem jafn­vel hafi leitt til þess að þeir hafi þurft að hætta rekstri.

Í tilmælum umboðsmanns, sem m.a. voru vegna framkvæmdanna við Hverfisgötu og Óðinstorg, var því beint til borg­ar­inn­ar að hefja „skil­virkt og raun­veru­legt sam­ráð“ við hags­munaaðila og fram­kvæmdaaðila með því að kalla alla sam­an til fund­ar áður en verkið hefst, með eins góðum fyr­ir­vara og unnt er.

„Mik­il­vægt er að hags­munaaðilum gef­ist kost­ur á að skilji hver fer með hvaða hlut­verk og hver ber ábyrgð á hvaða verkþætti og þeim áhrif­um sem hann kann að hafa á hags­munaaðila,“ sagði í tilmælunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert