Rúmar fjögur þúsund íbúðir í byggingu

Frá uppbyggingu við Hlíðarenda í Reykjavík.
Frá uppbyggingu við Hlíðarenda í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls eru 4.164 íbúðir á framkvæmdastigi í Reykjavíkurborg. Þar eru um 2.500 í byggingu fyrir almennan markað og rúmlega 1.600 á vegum húsnæðisfélaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavík.

Alls eru um 54 þúsund íbúðir í borginni í dag.

Opinn kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík verður haldinn á morgun kl. 9 til 11 í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Þar er ætlunin að draga upp heildstæða mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík.

mbl.is