„Við finnum jákvæða strauma“

Starfsstjórn hefur tekið til starfa.
Starfsstjórn hefur tekið til starfa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum rétt að setja okkur inn í hlutina. Við finnum jákvæða strauma og erum bjartsýn á að ró komist á vinnustaðinn,“ segir Óskar Jón Helgason sjúkraþjálfari og einn af þremur einstaklingum sem situr í starfsstjórn Reykjalundar sem heilbrigðisráðherra skipaði í vikunni til að tryggja faglegt starf og að bæta starfsandann á Reykjalundi. 

Mikil óánægja hefur verið á Reykjalundi frá því sumar vegna skipulagsbreytinga sem og uppsagna fyrrverandi forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi fyrir nokkrum mánuðum. Í kjölfarið sögðu flest allir læknar upp störfum. 

Óskar segir að faglegt starf á Reykjalundi hafi þegar verið tryggt. Vinnan framundan leggst vel í Óskar. Síðustu daga hefur stjórnin rætt við lækna sem hafa sagt upp störfum og „þau samtöl lofa góðu,“ segir Óskar. 

Starfs­stjórnin hefur fullt sjálf­stæði og óskorað umboð til at­hafna við stjórn­un stofn­un­ar­inn­ar meðan unnið verður að því að aðgreina rekst­ur end­ur­hæf­ing­arþjón­ustu Reykjalund­ar frá ann­arri starf­semi og eign­um SÍBS. 

Óskar þekkir nokkuð vel til starfsemi Reykjalundar en hann starfaði í sjö ár þar. Hann hefur einnig unnið á Heilsustofnuninni í Hveragerði, í Heilsuborg og starfar nú sem sérfræðingur hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði. 

Starfsstjórn Reykjalundar. (f.v.) Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir og …
Starfsstjórn Reykjalundar. (f.v.) Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir og formaður starfsstjórnarinnar og Óskar Jón Helgason sjúkraþjálfari. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert