Vopnað rán í Iceland

mbl.is/Hjörtur

Tveir menn um tvítugt ógnuðu starfsfólki í verslun Iceland í Hafnarfirði með hnífum snemma í morgun er þeir reyndu að ræna verslunina.

Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, hafði öryggisvörður verslunarinnar samband við Neyðarlínuna um klukkan hálfsex og handtók lögregla mennina tvo skömmu síðar skammt frá versluninni. Þeir bíða nú yfirheyrslu, að sögn Margeirs.

mbl.is