30 ára afmæli Barnasáttmálans fagnað

Skrifstofuhúsnæði Kópavogsbæjar.
Skrifstofuhúsnæði Kópavogsbæjar. mbl.is/Hjörtur

Haldið verður upp á þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn nk. Af því tilefni verður boðið upp á viðamikla dagskrá fyrir börn í bænum, en hún mun fara fram í Menningarhúsunum í Kópavogi. Þar verður lögð áhersla á umhverfis- og loftslagsmál, frið, réttindi og þátttöku barna í samfélaginu.

Að auki mun sýning á verkum leikskólabarna í Smáralind opna síðdegis, en þar verður túlkun barna á Barnasáttmálanum birt. Þá mun unglingum í bænum standa til boða að dansa í félagsmiðstöðinni Þebu.

Í tilkynningu Kópavogsbæjar kemur fram að það sé vel við hæfi að fagna afmælinu með glæsibrag enda er bærinn nú að innleiða sáttmálann. Dagskráin er unnin í samvinnu leik- og grunnskóla bæjarins, frístundaheimila og Menningarhúsanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert