Héðinsreitur rýmdur fyrir uppbyggingu hótels

Héðinsreitur rýmdur
Héðinsreitur rýmdur mbl.is/RAX

Brak úr rifnum húsum við gamla Héðinsreitinn svokallaða var fjarlægt af kranabíl í gær.

Til stendur að reisa allt að 330 íbúðir og 230 hótelíbúðir á reitnum sem er kenndur við Héðinshús á Seljavegi 2. Húsið var byggt á árunum 1941 til 1943 undir Vélsmiðjuna Héðin.

Samkvæmt deili skipulagstillögu verður þétt randbyggð byggð á reitnum með þremur innigörðum sem verða öllum opnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert