Leiðindaveður á suðvesturhorninu

Frá Hellisheiði. Mynd úr safni.
Frá Hellisheiði. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bendir ökumönnum sem eru að koma til eða frá höfuðborgarsvæðinu á að það er snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum og hálka og éljagangur á Mosfellsheiði.

Suðaustan 13-20 og rigning er á suðvesturhorninu, en snýst í suðvestan 5-8 og styttir að mestu upp eftir hádegi. Hiti 0 til 6 stig. Suðvestan 5-10 og stöku él á morgun og hiti um og yfir frostmarki.

Gul viðvörun er í gildi á Breiðafirði en þar er áttin suðaustlæg, 20 til 25 metrar á sekúndu. Vegfarendur geti fylgst með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll og er það varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert