Með hvarfakúta og bílvél inni í bílnum

Ljósmynd/Lögreglan

Nokkrir hvarfakútar og hluti úr bílvél fundust í bifreið sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði við hefðbundið eftirlit á Reykjanesbraut í vikunni. Talið er að um þýfi sé að ræða. Ökumaðurinn var grunaður um fíkniefnaakstur og voru sýnatökur á lögreglustöð jákvæðar á amfetamínneyslu. Þá var hann með hníf í fórum sínum sem var haldlagður.

Fáeinir ökumenn til viðbótar voru teknir úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Þá var lögreglu tilkynnt um að brotist hefði verið inn í bifreið og þaðan stolið ýmsum munum. Var m.a. um að ræða mottur, varadekk og þokuljós.

mbl.is