Segja Hagatorg akbraut, ekki hringtorg

Hagatorg, að vera eða vera ekki hringtorg.
Hagatorg, að vera eða vera ekki hringtorg. mbl.is/RAX

„Þetta er ekki hringtorg, heldur akbraut. Þetta er vissulega torg, en ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til Hagatorgs í Vesturbæ Reykjavíkur en þar hefur borgin staðið í framkvæmdum sl. mánuði og m.a. komið strætóstoppistöð fyrir við hringtorgið.

Strætó tók í gær biðskýlið úr notkun svo vagnstjórar gerist ekki brotlegir við lög en óheimilt er samkvæmt umferðarlögum að stöðva ökutæki í hringtorgi. Biðskýlið verður þó að líkindum ekki fært, þess í stað mun borgin breyta merkingum við hringtorgið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert