Skafrenningur á Hellisheiði

Snjór og skafrenningur er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Snjór, hálka eða hálkublettir eru í flestum landshlutum en víða greiðfært á láglendi. Hvasst er á Suður- og Vesturlandi. Snjór er á Vatnaleið og Fróðárheiði og mjög hvasst víða á Snæfellsnesi. Hálka eða hálkublettir á öðrum leiðum.

Snjóþekja og snjókoma er nokkuð víða á fjallvegum á Vestfjörðum til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.

Góð vetrarfærð á flestum leiðum á Norðurlandi en flughálka á Grenivíkurvegi.

mbl.is