Sextán greindir með mergæxli

Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands …
Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur við Landspítala. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Sextán Íslendingar hafa greinst með mergæxli fyrir tilstilli rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar. Þetta var upplýst á ráðstefnu International Myeloma Foundation, Perluvina – Félags um mergæxli, Háskóla Íslands og Landspítala í gær.

Skráðir þátttakendur í rannsókninni voru 80.744 talsins. Meira en 62.000 sýni hafa verið send utan til skimunar. 2.101 einstaklingur hefur greinst með forstig mergæxlis og 117 með mallandi mergæxli.

„Það var ótrúlegur árangur að fá yfir 80 þúsund manns til að vera með í klínískri rannsókn. Við þekkjum ekki neina aðra vísindarannsókn þar sem þarf upplýst samþykki og þátttaka hefur verið jafn góð,“ sagði Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor og frumkvöðull rannsóknarinnar. Hann sagði að gengið hefði vel að safna blóðsýnunum.

Örlítið fleiri fundust með forstig mergæxlis og fleiri greindust með mallandi mergæxli án einkenna, en búist hafði verið við.

Greinist forstig mergæxlis eftir rannsóknir er viðkomandi látinn vita af því og er fylgst með honum t.d. einu sinni á ári. Þeir sem greinast með mallandi mergæxli fara í eftirlit á 3-4 mánaða fresti. Þeim sem greinast með krabbamein, mergæxli, er vísað til Landspítalans í meðferð. Hún hefur gefið mjög góða raun. „Það hefur orðið algjör bylting í lífslíkum mergæxlissjúklinga síðustu tíu árin með tilkomu nýrra lyfja,“ sagði Sigurður Yngvi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert