Vindmyllur á Hólaheiði

Fyrst þarf að kanna vind.
Fyrst þarf að kanna vind. mbl.is/Árni Sæberg

Hugmyndir eru uppi um uppbyggingu vindmyllugarðs á Hólaheiði sem liggur á milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar og er staðurinn í sveitarfélaginu Norðurþingi, skammt sunnan vegarins vestan við Hófaskarð.

Framkvæmdastjóri Arctic Hydro og fulltrúi fransks fyrirtækis kynntu hugmyndir sínar fyrir byggðaráði Norðurþings í fyrradag. Fyrirtækið er að byggja Hólsvirkjun í Fnjóskadal og er að rannsaka fleiri kosti til smávirkjana og er einnig nú að huga að vindorku.

Skírnir Sigurbjörnsson framkvæmdastjóri segir könnun vindorkukosts á Hólaheiði á algeru frumstigi. Fyrsta skrefið yrði að setja upp rannsóknarmastur til að afla upplýsinga um vindinn.

Samstarf er við franska fyrirtækið Quadran um verkefnið en það sérhæfir sig í framleiðslu á grænni orku, meðal annars vindorku. „Hér er nánast engin reynsla á þessu sviði og við viljum sækja hana til útlanda. Quadran er með starfsemi um allan heim,“ segir Skírnir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »