Hvetur fólk til að gefast ekki upp

Eliza Reid forsetafrú og talskona Íslands­stofu á völd­um viðburðum í …
Eliza Reid forsetafrú og talskona Íslands­stofu á völd­um viðburðum í útlöndum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eliza Reid forsetafrú skrifar færslu á Facebook í gær í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Færslan er bæði skrifuð á „fullkominni íslensku“ sem og eins og hún skrifaði hana áður en færslan var lesin yfir. Hún hvetur fólk sem er ekki með íslensku sem móðurmál að gera sitt besta og ekki gefast upp. 

Fyrst kemur prófarkalesin útgáfa:

„Í dag er Dagur íslenskrar tungu. Eins og þið vitið öll er íslenska ekki móðurmálið mitt. Ég byrjaði að læra íslensku árið 1999 eða þar um bil (með kennsluefni á tölvudisklingi sem var með setningar eins og „hvar er ströndin?” og „hvar er lestarstöðin?”), en svo á fullu þegar ég flutti til Íslands árið 2003. Ég er oft spurð hvað það tók mig langan tíma að læra íslensku, rétt eins og ég hefði vaknað einn góðan veðurdag og sagt við sjálfa mig: „Jæja, núna er íslenskan mín fullkomin.” -- Því að hún er það ekki, að sjálfsögðu. Mig langar að deila þessari fésbókarfærslu með ykkur í tilefni dagsins. Þegar ég birti eitthvað á fésbók á íslensku er einhver — næstum því alltaf maðurinn minn — búinn að lesa yfir og prófarkalesa textann eða jafnvel þýða eitthvað sem ég skrifaði á ensku. Svo í dag vildi ég birta færsluna fyrst á „fullkominni” íslensku, og svo aftur alveg eins og ég skrifaði hann fyrst. Markmiðið er einfaldlega að hvetja fólk sem er ekki með íslensku sem móðurmál sitt til að reyna að gera sitt besta, og ekki gefast upp. Og benda líka á að tungumálið getur verið mjög fallegt, fullkomið eða ófullkomið. Við þurfum öll hjálp stundum, hvort sem það snýst um að skrifa eða eitthvað annað. Gleymum ekki að biðja um hjálp þegar okkar vantar hana, og líka að hjálpa öðrum þegar við getum. Njótið dagsins.

Myndin hér er af mér sem barni í Kanada. Ég ákvað að nota tækifærið þegar ég er i Kanada vegna útfarar ömmu minnar í dag til að finna mynd sem tengist tungumáli, en fann þessa.“

Eliza Reid þegar hún er barn í Kanada.
Eliza Reid þegar hún er barn í Kanada. Mynd af Facebook-síðu Elizu Reid.

Svo er hennar eigin útgáfa fyrir yfirlestur:

„Í dag er Dagur íslenskrar tungu. Eins og þið vitið öll er íslenskan ekki móðir málið mitt. Ég byrjaði að læra íslensku aðeins u.þ.b. árið 1999 (með disk sem kenndi setningar eins og „hvar er ströndin?” og „hvar er lestarstöðin?”), en svo á fullu þegar ég flutti til Íslands árið 2003. Ég er oft spurt hvað þetta tók langan timann að læra íslensku, eins og ég vaknaði eitt góðan veðurdag og sagði við sjalfan mig; „Jæja, núna er íslenskan mín fullkomin” -- Því að af sjálfsögðu er hún ekki það. Mig langar að deila þetta Facebook status með ykkur í tilefni dagsins; þegar ég birta eitthvað á Facebook á íslensku, er einhver — næstum því alltaf maðurinn minn — búinn að lesa yfir og prófarkalesa textinn eða jafnvel búinn að þýða eitthvað sem ég skrifaði á ensku. Svo í dag vildi ég birta status fyrst á “fullkomin” íslensku, og svo aftur alveg eins og ég skrifaði hann fyrst. Og markmiðið er einfaldlega að hvetja fólk sem eru ekki með íslensku sem móðurmál til að reyna að gera sitt besta, og ekki gefast upp. Og líka að tungumálið getur verið mjög fallegt, fullkomið eða ófullkomið. Við þurfum öll hjálp stundum, hvort það sé með að skrifa eða eitthvað annað. Gleymum ekki að biðja um það þegar okkar vantar, og líka til að hjálpa öðrum þegar við getum. Njótið dagsins.

Myndin er hér af mér sem barn í Kanada. Ég ákveða að nota tækifæri þegar ég er i Kanada fyrir útför ömmu mínu í dag til að finna myndin sem er tengt tungumál, en fann þennan.“

mbl.is