Varað við hótelsvindlurum

Eigendur hótelanna sitja uppi með sárt ennið þar sem kortinu …
Eigendur hótelanna sitja uppi með sárt ennið þar sem kortinu hafði verið lokað enda líklega stolið. mbl.is/​Hari

Hóteleigendur á Norðurlandi hafa varað starfssystkini sín við bókunum frá Juliu Hurley en um svindl er að ræða og allt bendir til að um stolið kort sé að ræða. 

Á Baklandi ferðaþjónustunnar á Facebook varar eigandi Hótels Laugarbakka við Hurley og nokkru fyrr hafði annar gistihúseigandi varað við henni.

Svo virðist sem bókað sé undir nafni Juliu Hurley en í stað hennar komu tveir karlar í gistingu á Laugarbakka. Þeir ætluðu að gista tvær nætur og óskuðu eftir því að fá að greiða þegar þeir færu af hótelinu þar sem annar vinurinn ætlaði að gista fyrri nóttina en eiginkona hins þá seinni. Þegar átti að taka greiðsluna af kreditkortinu sem lagt var fram í upphafi bókunar kom í ljós að því hafði verið lokað þannig að hótelin sátu uppi með skaðann.

„Þeir borðuðu hjá okkur og settu á herbergið og síðan gista þeir fyrri nóttina og hafa ekki sést síðan. Þeir stálu einnig farsímanum af herberginu. Þetta er reikningur upp á áttatíu og eitthvað þúsund. Þetta er allt í ferli en við vildum vara aðra við,“ segir í færslunni.

mbl.is