Gul viðvörun við suðurströndina

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna suðaustanhvassviðris og …
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna suðaustanhvassviðris og -storms við suðurströndina. Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna suðaustanhvassviðris og -storms við suðurströndina. Spáð er 18-25 m/s vindhraða fram eftir degi og í spá Veðurstofu segir að búast megi við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s, einkum undir Eyjafjöllum.

Í spánni segir að varasamt sé fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferð og er fólk hvatt til að sýna aðgát.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert