Hviður geti farið í 35 m/s

Vindaspáin kl. 13 í dag.
Vindaspáin kl. 13 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér gula viðvörun, en spáð er austanstormi og rigningu undir Eyjafjöllum í dag og á morgun. Munu hviður fara í um 35 m/s, og þá verður einnig hálka í fyrstu. Gengur niður annað kvöld, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Annars er spáin svohljóðandi:

Suðaustan 15-23 m/s sunnan- og suðvestanlands og rigning með köflum, hvassast við ströndina. Víða austan 5-13 um norðanvert landið og skýjað með köflum eða bjartviðri.
Hiti 0 til 6 stig, en frost 0 til 6 stig um landið norðaustanvert. Dregur úr vindi og frosti á morgun.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is