Rækjuveiðiskip dregið til hafnar á Ísafirði

Þessi mynd er tekin úr björgunarskipinu Gísla Jóns í kvöld. …
Þessi mynd er tekin úr björgunarskipinu Gísla Jóns í kvöld. Áhöfnin á Gísla er á leið til með rækjuveiðiskipið til Ísafjarðar í togi. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarskipið Gísli Jóns á Ísafirði var kallað út um kl. 18 í kvöld vegna rækjuveiðiskips sem hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna og gat ekki siglt fyrir eigin vélarafli. Tveir eru um borð í skipinu sem var við veiðar í Inndjúpinu en engin slys urðu á fólki, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.

Þar segir einnig að það hafi tekið áhöfnina á Gísla Jóns um það bil einn og hálfan klukkutíma að sigla inn Djúpið að rækjuveiðiskipinu. Áhöfnin tók skipið í tog og er þessa stundina á leiðinni með það til Ísafjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert