Snúið við á leið til Brussel

Flugvél Icelandair sem var á leið til Brussel var snúið við vegna bilunar í afísingarbúnaði í morgun. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir í samtali við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá.

Vélin tók á loft kl. 7:50 í morgun en var lent aftur í Keflavík um hálftíma síðar. 

Ákveðið var að skipta um flugvél og fór vélin í loftið kl. 10:49.

Skjáskot/Flightradar
mbl.is