Útvarpsstjórar sátu oft lengi í embætti

Staða útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins er laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til og með 2. desember. Embættið hefur lengi þótt virðulegt og útvarpsstjóri verið áhrifamikill og áberandi í þjóðlífinu. Í auglýsingu segir að útvarpsstjóri hafi það hlutverk að framfylgja stefnu Ríkisútvarpsins og gæta hagsmuna þess í hvívetna.

Í 89 ára sögu Ríkisútvarpsins hafa einungis sjö einstaklingar verið skipaðir eða ráðnir sem útvarpsstjórar, þar af einn tvívegis. Tveir til viðbótar voru settir útvarpsstjórar tímabundið. Allt voru þetta karlar. Magnús Geir Þórðarson lét af starfi útvarpsstjóra föstudaginn 15. nóvember. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ákvað að ráða Margréti Magnúsdóttur, skrifstofustjóra RÚV, sem starfandi útvarpsstjóra þar til nýr verður ráðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »