Bráðabirgðabiðstöðvar settar upp við hringtorg

Bráðabirgðabiðstöðin við Hótel Sögu verður nú á Birkimel, við Kvikk …
Bráðabirgðabiðstöðin við Hótel Sögu verður nú á Birkimel, við Kvikk on the Go-verslunina. Ljósmynd/Strætó

Reykjavíkurborg hefur fært strætóbiðstöðvar við Hagatorg og Hádegismóa til bráðabirgða, aðeins út fyrir hringtorgin sem biðstöðvarnar voru við. Biðstöðvunum tveimur var lokað vegna óviss um lögmæti þeirra, en samkvæmt umferðarlögum er óheimilt að stöðva ökutæki í hringtorgum.

Biðstöðin Hótel Saga við Hagatorg færist nú á Birkimel, við Kvikk on the Go-verslunina, eins og sjá má myndinni hér að ofan. Biðstöðin Hádegismóar færist frá hringtorginu og verður nú staðsett við heildverslunina Garra, eins og sjá má hér að neðan.

Ekki liggur fyrir hve lengi þessar bráðabirgðabiðstöðvar verða í gildi, en Strætó mun halda áfram að vera í samtali við lögreglu og Reykjavíkurborg um málið, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Ný biðstöð við Hádegismóa verður fyrir framan heildverslunina Garra.
Ný biðstöð við Hádegismóa verður fyrir framan heildverslunina Garra. Ljósmynd/Strætó

Hafnarfjarðarbær færði eina biðstöð

Ein biðstöð Strætó hefur einnig verið færð tímabundið af Hafnarfjarðarbæ, en þar var biðstöðin við Vörðutorg í Áslandi niður í brekku við Ásbraut, sama dag og Strætó tók ákvörðun um að loka biðstöðvunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert