Grasið aldrei grænna hinum megin við ána

Fyrirtækið hefur verið í höndum hjónanna og barna þeirra frá ...
Fyrirtækið hefur verið í höndum hjónanna og barna þeirra frá upphafi. Frá vinstri Helena Herborg, Berglind, Sigríður Benediktsdóttir. Guðmundur Tyrfingsson, Benedikt og Tyrfingur.

Guðmundur Tyrfingsson stofnaði samnefnt fyrirtæki á Selfossi fyrir 50 árum og byrjaði með Dodge Weapon og eina 32 manna heimasmíðaða rútu en áður hafði hann ekið með fólk um fjöll og firnindi á litlum Weapon í um sex ár.

Árið 1971 gekk Guðmundur Laugdal Jónsson í lið með Guðmundi og byrjuðu þeir á að smíða yfir rútur „af því að okkur vantaði vinnu yfir veturinn,“ útskýrir hann. Seinna kom eiginkonan Sigríður V. Benediktsdóttir og síðan börn þeirra, Helena Herborg, Berglind, Tyrfingur og Benedikt, inn í reksturinn. Hjónin hafa að mestu stigið til hliðar en börnin sjá um reksturinn. Yfir 50 rútur voru þegar best lét í grænmálaða flotanum, en bílunum hefur reyndar fækkað örlítið undanfarin tvö ár.

Náttúran heillaði Guðmund og hann segir að stofnun fyrirtækisins hafi komið af sjálfu sér. „Ég var blankur en hafði mikinn áhuga á fjallaferðum og vantaði einhvern til þess að fjármagna ferðirnar,“ rifjar hann upp. Til að byrja með hafi hann tekið eina og eina ferð gegn greiðslu og haustið 1969 hafi fyrirtækið verið skrásett.

Sjá samtal við Guðmund í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »