Hvergerðingar vilja sameiningu við Ölfus

Þorlákshöfn. Útgerðarbær sem er nú úthverfi höfuðborgarinnar. Sameining
Þorlákshöfn. Útgerðarbær sem er nú úthverfi höfuðborgarinnar. Sameining mbl.is/Sigurður Bogi

„Við í Ölfusi höfum alla burði til þess að reka áfram sjálfstætt sveitarfélag án þess að sameinast öðrum,“ segir Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Ölfuss.

Á fundi sínum á fimmtudag lýsti bæjarstjórn Hveragerðis vilja sínum til viðræðna við Ölfus um sameiningu, enda kæmu bæjarfulltrúar í báðum byggðunum að málinu fullir áhuga. Þetta var samþykkt eftir að hugmyndum Sveitarfélagsins Árborgar um sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu var hafnað.

Breyttar forsendur

Samkvæmt þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur markað á lágmarksíbúafjöldi íbúa sveitarfélaga að verða 250 manns eftir kjör til sveitarstjórna árið 2022 og 1.000 eftir kosningarnar 2026. Þessar áherslur hafa komið málum á skrið og með sameiningu Hveragerðis og Ölfuss yrði til sveitarfélag með um 5.000 íbúa. Landfræðilega má segja að sameining þessi liggi beint við, enda er Hveragerði undir Kömbunum, sem er frekar landlítil byggð, sem eyja í Ölfusinu miðju.

Í bókun bæjarstjórnar Hveragerðis segir að með sameiningu við Ölfus yrði til öflugt sveitarfélag sem fengi 820 milljón króna meðgjöf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Einnig megi minna á að árið 2014 hafi sameining við Ölfus verið hlutskörpust af þeim valkostum sem í boði voru þegar Hvergerðingar voru spurðir um vilja til sameiningar við önnur sveitarfélög. Ekki hafi þá verið áhugi á sameiningu í Ölfusi, sem nú sé kannaður aftur í ljósi nýrra forsendna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert