Sjór flæddi inn í íslenska skálann

Flætt hefur ítrekað yfir torg og inn í hús í …
Flætt hefur ítrekað yfir torg og inn í hús í Feneyjum síðustu vikuna og þegar vatnið steig hæst á fimmtudag flæddi inn í íslenska skálann. AFP

Sjór flæddi í liðinni viku inn í íslenska sýningarskálann á Feneyjatvíæringum, en hann er á eynni Giudecca, og olli skemmdum á ljósabúnaði í hinu viðamikla verki Hrafnhildar Arnardóttur sem kallar sig Shoplifter.

Af þeim sökum hefur skálinn verið lokaður undanfarna fimm daga meðan unnið hefur verið að því að þurrka verkið, þann hluta sem er gerður úr litríku gervihári, og skipta um ljósabúnað sem var á gólfinu undir hárinu og skemmdist.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Helga Björg Kjerúlf, stjórnandi Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, að starfsfólk skálans og fleiri sem kallaðir voru til þurftu að hafa snör handtök við að þurrka sýningarrýmið og þann hluta verksins sjálfs sem lenti í saltvatninu. Þá var eiginmaður Hrafnhildar staddur í Póllandi þegar flæddi og kom hann beint suður til Feneyja með nýjan ljósabúnað í stað þess sem eyðilagðist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »