Guðmundur Ingi hefur talað mest allra þingmanna

Guðmundur Ingi Kristinsson í ræðustóli Alþingis. Gamall ræðukóngur honum að …
Guðmundur Ingi Kristinsson í ræðustóli Alþingis. Gamall ræðukóngur honum að baki. Skjáskot

Það styttist í að haustþingi 150. löggjafarþingsins ljúki og þingmenn fari í jólaleyfi. Nú standa yfir nefndardagar á Alþingi en þingstörf hefjast að nýju á mánudaginn.

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru 12 þingfundardagar fram að jólahléi, sem á að hefjast föstudaginn 13. desember. Á þessum tímapunkti er vert að skoða hvaða þingmenn hafa talað lengst á yfirstandandi þing.

Í ljós kemur að í efsta sætinu er Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis hefur Guðmundur Ingi flutt 166 ræður og athugasemdir. Hann hefur talað í samtals 505 mínútur, eða rúmlega átta klukkustundir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er næstur í röðinni. Hann hefur flutt 144 ræður og athugasemdir og talað í 409 mínútur. Inga Sæland, Flokki fólksins, hefur talað í 326 mínútur, Birgir Þórarinsson Miðflokki í 299 mínútur, Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokki, í 284 mínútur, Björn Leví Gunnarsson Pírati í 283 mínútur og Þorsteinn Víglundsson,Viðreisn, í 256 mínútur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert