Hólsvirkjun að myndast

Vinna við virkjun í Fnjóskadal stendur nú sem hæst.
Vinna við virkjun í Fnjóskadal stendur nú sem hæst.

Framkvæmdir við Hólsvirkjun, 5,5 MW vatnsaflsvirkjun í Fnjóskadal, standa nú sem hæst. Þessa dagana er áhersla lögð á að ljúka lagningu vegar, vatnspípu að stöðvarhúsi og koma stíflum vel á veg.

Þessi mannvirki eru innar í dalnum og standa hærra en stöðvarhúsið og því mikilvægt að komast eins langt með verkin og hægt er áður en vetur skellur á af fullu afli.

Skírnir Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Arctic Hydro, sem reisir virkjunina, segir að vonast sé til að vinnu við Gönguskarðsárþröskuld, sem er lítil stífla, ljúki í næsta mánuði. Stærri stíflan er í Hólsá og þar er verið að steypa um þessar mundir. Jarðvinna frestast til næsta sumars en þarf að ljúka fyrir haustið. Stefnt er að því að virkjunin verði komin í full afköst í september á næsta ári.

Unnið er í grunni stöðvarhúss sem standa mun skammt frá þjóðveginum um Fnjóskadal. Skírnir segir að húsið þurfi að vera langt komið í janúar þannig að hægt verði að taka við vélbúnaðinum í lok mánaðarins. Vélarnar bíða tilbúnar í Austurríki, að því er fram kemur í Morgunblaðinnu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert