Níu bíla árekstur á Sæbraut

Enginn slasaðist en einhverjar skemmdir urðu á bílunum.
Enginn slasaðist en einhverjar skemmdir urðu á bílunum. mbl.is/Eggert

Níu bíla árekstur varð á Sæbraut til móts við Vesturlandsveg á níunda tímanum í morgun. Árni Friðleifs­son, aðal­varðstjóri í um­ferðardeild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, segir í samtali við mbl.is að engin slys hafi orðið á fólki.

Árni segist ekki vita hvað olli árekstrinum en engin hálka var á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hins vegar sé dimmt á þessum tíma árs.

Bílarnir voru á leið norður Sæbraut en óhappið varð rétt eftir aðrein upp Ártúnsbrekku. Einhverjar skemmdir urðu á bílum en eins og áður sagði urðu engin slys á fólki.

mbl.is