Veiðihús brann við Deildará

Tilkynnt var um eld í veiðihúsi við Deildará, sunnan við Raufarhöfn, í kvöld og fór slökkvilið Norðurþings á staðinn. Húsið var mannlaust og er algerlega ónýtt.

Haft er eftir Óskari Óskarssyni varðstjóra á fréttavef Ríkisútvarpsins að hörkumikið bál hafi mætt slökkviliðsmönnum þegar þeir komu á staðinn.

Óttast hafi verið að eldurinn næði að læsa sig í annað veiðihús skammt frá því sem brann en betur fór en á horfðist í þeim efnum.

Slökkvistarf gekk greiðlega fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert