Andlát: Árni Þ. Þorgrímsson

Árni Þ. Þorgrímsson.
Árni Þ. Þorgrímsson. Ljósmynd/Aðsend

Árni Þ. Þorgrímsson lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 18. nóvember sl., 88 ára að aldri.

Árni var fæddur í Keflavík þann 6. ágúst 1931, sonur Þorgríms St. Eyjólfssonar framkvæmdastjóra og Eiríku Guðrúnar Árnadóttur húsfreyju.

Árni gekk í barnaskóla í Keflavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952. Hann lagði stund á nám við Háskóla Íslands og stundaði ýmis störf meðfram því. Hann lauk námi sem flugumferðarstjóri og starfaði sem slíkur til 1994 þegar hann fór á eftirlaun, að undanskildum nokkrum árum er hann starfaði með föður sínum að rekstri Hraðfrystihússins Jökuls í Keflavík.

Árni starfaði ötullega að félagsmálum; hann hóf ungur afskipti af íþróttum og sat í stjórnum og ráðum UMFK og Íþróttabandalags Keflavíkur um árabil og í stjórn KSÍ frá 1974 til 1984, m.a. sem varaformaður stjórnar. Hann var sæmdur gullmerki ÍSÍ árið 1981 og gullmerki KSÍ árið 1984. Þá sat Árni í stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra um 12 ára skeið, þar af sem formaður í 4 ár. Hann var einn af stofnendum alþjóðlegra samtaka flugumferðarstjóra. Hann starfaði í Oddfellow-reglunni í meira en fjóra áratugi og var félagi í Lionshreyfingunni. Hann var virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var varabæjarfulltrúi eitt kjörtímabil.

Eiginkona Árna var Hólmfríður Guðmundsdóttir, aðalbókari hjá Sparisjóðnum í Keflavík, f. 22. júní 1928, d. 6. febrúar 2003. Börn þeirra eru fjögur – Helga, Eiríka, Þorgrímur og Ragnheiður Elín. Barnabörnin eru 9 og barnabarnabörnin 4. Sambýliskona hans síðustu ár er Emilía Ósk Guðjónsdóttir, fv. hjúkrunarfræðingur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert