Ógnuðu húsráðanda með eggvopni

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til á sjötta tímanum í gærkvöldi þegar húsráðandi á Seltjarnarnesi kom að ókunnugu pari í bílskúr sínum þar sem þau voru búin að taka verkfæri og ýmislegt fleira.

Húsráðandinn sagði parinu að skila mununum og yfirgáfu þau bílskúrinn án þess að taka neitt með sér. Þau ógnuðu þó húsráðandanum með eggvopni er þau fóru. Parið fannst ekki þrátt fyrir leit.

mbl.is