Sakaður um að hafa þegið milljónir í mútur

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Sigurður Bogi

Héraðssaksóknari hefur ákært fyrrverandi þjónustustjóra Isavia fyrir mútuþægni og umboðssvik en maðurinn er sagður hafa þegið um 3,5 milljónir króna í mútur í tengslum við kaup Isavia á miðum í bílastæðahlið fyrir nokkrum árum.

Greint er frá málinu á vef RÚV.

Þar kemur fram að framkvæmdastjóri fyrirtækis sem seldi Isavia miðana er einnig ákærður er hann er sagður hafa hagnast um 4,5 milljónir króna á viðskiptunum.

Isavia krefst tólf milljóna króna í skaðabætur vegna málsins en ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert