Sjóböð byggð upp í Hvammsvík

Hvammsvík í Hvalfirði er fögur vík frá náttúrunnar hendi. Áform …
Hvammsvík í Hvalfirði er fögur vík frá náttúrunnar hendi. Áform eru um að bjóða upp á sjóböð í hæsta gæðaflokki. Ljósmynd/www.mats.is

Auglýst hefur verið skipulagslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur í Hvalfirði. Tilefni deiliskipulagsbreytinganna er áform um uppbyggingu, en fyrirhugað er að byggja sjóböð og tilheyrandi aðstöðu fyrir baðgesti, svo sem búningsaðstöðu, veitingasölu og bílastæði, að því er fram kemur á heimasíðu Kjósarhrepps.

Þjónustuhús verður fyrir allt að 150 manns og verður bílaumferð og fjöldi gesta takmarkaður hverju sinni til að tryggja sem besta upplifun gesta og hlífa náttúru staðarins fyrir of miklum ágangi.

Gert ráð fyrir 5-6 heitum laugum

Fyrirhuguð uppbygging verður þar sem núverandi náttúrulaug er. Gert verður ráð fyrir bílastæðum fyrir um 50 bíla auk stæða fyrir 2-3 hópferðabíla. Þjónustuhúsið verður allt að 500 fermetrar að stærð. Leitast verður við að nota íslensk efni og íslenska list eftir fremsta megni. Laugarnar verða allar hlaðnar úr grjóti, sem finnst víðs vegar í fjörunni eða á jörðinni.

Húsið verður lagt torfi og það falið að mestu leyti frá götu og þjóðvegi. Gert er ráð fyrir fimm til sex heitum og köldum laugum sem liðast út í víkina og fyllast og tæmast með flóði og fjöru. Einnig er gert ráð fyrir tveim gufuböðum og hvíldaraðstöðu sem jafnframt er hugsað sem skjól. Laugarnar yrðu misdjúpar en þrjár þeirra yrðu alltaf að mestu nothæfar, einnig á flóði.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert