Skúli vill að Sveinn Andri víki

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. mbl.is/Eggert

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, hefur krafist þess við Héraðsdóm Reykjavíkur að Sveini Andra Sveinssyni verði vikið frá störfum sem skiptastjóri þrotabús félagsins.

Að sögn Skúla hefur Sveinn Andri veitt bæði rangar og villandi upplýsingar um mikilvægi búsins, bæði í fjölmiðlum og á skiptafundum, að því er segir í Fréttablaðinu .

Skúli vísar annars vegar til umfjöllunar Fréttablaðsins um kaup Michelle Ballarin á eignum þrotabúsins þar sem Sveinn Andri sagði að uppsett kaupverð væri þegar greitt. Hins vegar vísar hann til meintrar vanrækslu Sveins við upplýsingagjöf, bæði um skiptakostnað og þóknanir, auk þess sem Sveinn hafi tekið sér þóknun af fé búsins án þess að hafa haft heimild til þess.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.

Sveinn Andri Sveinsson.
Sveinn Andri Sveinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is