40 kærðir fyrir hraðakstur

mbl.is/Arnþór Birkisson

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært um 40 ökumenn fyrir of hraðan akstur það sem af er vikunni og voru flestir þeirra staðnir að verki á Sunnubraut í Reykjanesbæ.

Einn sem ók á meira en tvöföldum hámarkshraða var sviptur ökuleyti á staðnum til bráðabirgða, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Ökumenn voru einnig staðnir að hraðakstri á Reykjanesbraut og mældist sá þeirra sem hraðast ók á 128 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.

Vinnuslys þegar borð gaf sig 

Þá varð vinnuslys á Suðurnesjum í vikunni. Starfsmaður hjá fyrirtæki nokkru var að hlaða blaðabunkum á borð sem gaf sig undan þunganum og datt á hægri fót viðkomandi, sem hlaut opið sár á ökkla. Var hinn slasaði fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og tilkynnti lögregla Vinnueftirlitinu um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert