Ekið á hjólreiðamann á Akureyri

Hjólreiðamaðurinn var fluttur á sjúkrahús, en ekkert er sagt vitað ...
Hjólreiðamaðurinn var fluttur á sjúkrahús, en ekkert er sagt vitað um ástand hans. mbl.is/Eggert

Ekið var á hjólreiðamann á Akureyri skömmu eftir kl. 14 í dag. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar, samkvæmt tilkynningu lögreglu. Ekkert er vitað um ástand hans að svo stöddu.

Slysið átti sér stað á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti og segir lögregla að einhver röskun gæti orðið á umferð um nærliggjandi svæði, þar sem lögregla er að rannsaka málið frekar. Vegfarendur eru beðnir um að taka tillit til þess.mbl.is