Lögreglumanni veitt lausn frá störfum vegna ákæru

Lögreglumanninum hefur verið veitt lausn frá störfum vegna ákærunnar.
Lögreglumanninum hefur verið veitt lausn frá störfum vegna ákærunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglumanni um þrítugt, sem ákærður hefur verið fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi, hefur verið veitt lausn frá störfum um stundasakir. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við mbl.is.

Maðurinn er í ákæru málsins sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann handtók karlmann á sjötugsaldri á Klapparstíg í mars. Segir þar að hann hafi slegið manninn í höfuðið við að setja hann inn í lögreglubifreið og slá hann síðan tveimur höggum í andlit, þrýst hné sínu á háls og höfuð hans og þvingað manninn í sársaukastöðu þar sem hann var með handjárnaða handleggi fyrir aftan bak liggjandi á gólfi lögreglubifreiðar. Vísir sagði fyrst frá ákærunni í morgun.

Hlaut maðurinn tognun og ofreynslu á hálshrygg vegna handtökunnar. Í einkaréttakröfu fer maðurinn fram á 2,7 milljónir í skaða- og miskabætur.

Gunnar Rúnar segir að lögreglan muni að öðru leyti ekki tjá sig um málið meðan það er til meðferðar dómstóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert