Losun vegna vegasamgangna 6%

mbl.is/Hanna

Hlutdeild vegasamgangna í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hér á landi er 6%. Í viðskiptakerfi Evrópusambandsins (aðallega stóriðja og flug frá og til Evrópu), alþjóðaflugi, millilandasiglingum, landnotkun, breyttri landnotkun og skógrækt, er hlutfallið hins vegar 34%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.

Fram kemur enn fremur í tilkynningu Umhverfisstofnunar að síðarnefnda skilgreiningin snúist um þá losun sem teljist vera „losun á beinni ábyrgð stjórnvalda“, en það hugtak komi fram í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem gefin hafi verið út í fyrra af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Þá segir að Umhverfisstofnun miði oft við þá skilgreiningu. Ástæða þess sé að sú skilgreining liggi til grundvallar þeim skuldbindingum sem íslenska ríkið hafi gengist undir gagnvart Evrópusambandinu vegna aðildar Íslands að EES-samningnum.

Þannig fái Ísland úthlutað losunarkvóta og fari losunin yfir þau mörk þurfi ríkið að greiða fyrir losun sem fer umfram kvóta. Losun sem fellur undir viðskiptakerfi sambandsins sé á ábyrgð rekstraraðila og hafi ekki áhrif á losunarkvóta ríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert