Segja uppsagnirnar harkalegar

Starfsmennirnir segja að stjórnvöld beri ábyrgð á alvarlegri stöðu Hafró.
Starfsmennirnir segja að stjórnvöld beri ábyrgð á alvarlegri stöðu Hafró. mbl.is/Golli

Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar segja að uppsagnir gærdagsins hafi verið harkalegar, fyrirvaralausar og án fullnægjandi skýringa. Þetta kemur fram í ályktun frá starfsmönnum stofnunarinnar.

Þar segir að 14 starfsmönnum hafi verið sagt upp í gær. Þremur hafi verið boðið nýtt starf, sem þeir höfnuðu. 

Starfsmennirnir segja að stjórnvöld beri ábyrgð á alvarlegri stöðu stofnunarinnar og hafa starfsmenn verulegar áhyggjur af framtíð Hafró. 

Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, sagði í samtali við mbl.is í gær að vilji væri fyrir því að gera yfirstjórn Hafró skilvirkari og hagkvæmari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert