1.400 milljóna framúrkeyrsla

Getty Images/iStockphoto

Gert er ráð fyrir að útgjöld fæðingarorlofssjóðs verði 1.400 milljónir króna umfram forsendur fjárlaga ársins 2019. Því hefur fjármála- og efnahagsráðuneytið lagt til að gerð verði breyting á lögum um tryggingagjald og hlutfall fæðingarorlofssjóðs í gjaldinu hækki úr 0,65% í 1,1%.

Þetta þarf að gera til þess að standa undir fullri fjármögnun sjóðsins á árinu 2020 að teknu tilliti til halla ársins 2019, að því er fram kemur í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem sent var á efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í síðustu viku.

Vegna hærri hlutdeildar fæðingarorlofssjóðs í Tryggingagjaldinu þá lækkar hlutfall lífeyris- og slysatrygginga á móti, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert