Annar hver seldur jólabjór er frá Tuborg

Jólabjórinn í Heiðrúnu
Jólabjórinn í Heiðrúnu mbl.is/Ómar Óskarsson

Sala á jólabjór er svipuð nú og á sama tíma í fyrra. Sala hófst miðvikudaginn 14. nóvember í Vínbúðunum og fyrstu níu dagana seldust alls 178.724 lítrar af jólabjór. Það er 0,47% minni sala heldur en í fyrra þegar 179.573 lítrar seldust.

Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR ber jólabjórinn frá Tuborg af í vinsældum hér á landi. Alls seldist 86.761 lítri af honum fyrstu níu dagana í sölu. Nemur það tæpum 49% af heildarsölu jólabjórs á þessu tímabili.

Næstvinsælasti jólabjórinn er Víking jólabjór en af honum seldust ríflega 17 þúsund lítrar, tæplega 10% af heildarsölunni. Í þriðja sæti er Jólagull, Thule jólabjór er í því fjórða og Jóla Kaldi er fimmti vinsælasti jólabjórinn það sem af er, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert