Blaðamenn felldu kjarasamninginn

Atkvæði talinn á skrifstofu Blaðamannafélags Íslands.
Atkvæði talinn á skrifstofu Blaðamannafélags Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjarasamningur blaðamanna í Blaðamannafélagi Íslands var felldur með um 70% atkvæða. Á kjörskrá voru 380 alls greiddu 147 atkvæði eða 38,7% félagsmanna. Já sögðu 36 eða 24,5% og nei sögðu 105 eða 71,4%. Auðir seðlar voru 6 eða 4,1%  

Atkvæðisrétt höfðu þeir félagsmenn sem taka kjör samkvæmt kjarasamningnum. Tæplega 380 manns eru á kjörskrá og þarf þáttaka að vera 20% samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur til þess að niðurstaðan sé bindandi.

mbl.is