Jarðstrengur um Hellisheiði eystri

Hellisheiði eystri
Hellisheiði eystri mbl.is/Gúna

Landsnet áformar að endurnýja hluta af Vopnafjarðarlínu með því að leggja jarðstreng yfir Hellisheiði eystri. Í kjölfarið verður loftlína rifin.

Tilgangurinn er að auka afhendingaröryggi raforku í Vopnafirði og draga úr þeirri hættu sem starfsmenn Landsnets setja sig í við viðgerðir á línunni.

Framkvæmdin er hluti af endurbótum á flutningskerfi Landsnets á Austurlandi. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir að línan sé 40 ára gömul, liggi í miklum bratta og þar sé mikil ísingarhætta.

Undanfarinn áratug hafa verið nokkrar truflanir og bilanir á línunni. Hún var án straums í tæpa 18 sólarhringa frá árinu 2007. Verst var ástandið í byrjun árs 2014, að sögn upplýsingafulltrúans, en þá var línan úti í tæpa 10 sólarhringa. Þá þurfti að ráðast í umfangsmiklar viðgerðir, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi áform í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert