Um 30 tonna hnúfubakur drapst við Hólmavík

Hnúfubakur stekkur. Mynd úr safni.
Hnúfubakur stekkur. Mynd úr safni. Ljósmynd/Sigurður Ægisson

Stóran hnúfubak, líklega um 14 metra langan og 30 tonn að þyngd, rak á land þar sem hann drapst í fjöru við Innstrandarveg skammt frá Hólmavík í dag. Trillukarlar á svæðinu ráku augun í hann og tilkynntu um fundinn.

Ekki var unnt að bjarga honum í tæka tíð enda drapst hann rúmri klukkustund eftir að vart var við hann í fjörunni. Myndband af honum náðist þar sem hann sést sveifla sporðinum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur viðeigandi stofnunum, m.a. Umhverfisstofnun, verið gert viðvart og næstu skref eru því í hennar höndum.  

mbl.is