„Yrði hvergi vinsælt“

Svifryk og útblástur frá ökutækjum er orðið að miklu vandamáli …
Svifryk og útblástur frá ökutækjum er orðið að miklu vandamáli á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/RAX

„Það er auðvitað nauðsynlegt að geta gripið til einhverra úrræða, en að nýta heimild til götulokana og banna umferð hefur ekki verið rætt og yrði hvergi vinsælt,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið. 

Ásthildur segir umferðarbann hljóta að vera „allra síðasta úrræði“ sem sveitarfélög myndu grípa til. „Þegar menn grípa til þess ráðs að banna umferð, þá hljóta þeir að hafa reynt öll önnur úrræði án árangurs“.

Morgunblaðið setti sig í samband við flesta bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að leita álits þeirra á hugsanlegu umferðarbanni á mengunardögum. Enginn þeirra tók vel í hugmyndina. „Mín fyrstu viðbrögð eru nei,“ sagði bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Sagði sá einnig nauðsynlegt að horfa til „hófstilltari og vægari úrræða“.

Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ sagði meðal annars „ekki skynsamlegt“ að loka fyrir bílaumferð á stofnæð á borð við Vesturlandsveg. Bæjarstjóri Kópavogs sagði götulokun vegna mengunar einungis leiða til enn verra ástands og bæjarstjórinn í Garðabæ sagði götulokanir ekki koma til greina nema „í ýtrustu neyð“ að vel ígrunduðu máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert